UM AUÐI
Auður stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík og lauk þaðan Burtfararprófi (DipABRSM with Distinction) vorið 2001. Auður stundaði framhaldsnám í söng við Royal Conservatoire of Scotland í Glasgow til ársins 2003. Hún lauk LRSM (Licentiate of The Royal Schools of Music) söngkennaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 2005.
Auður hefur komið fram á fjölda tónleika hér heima og erlendis. Sem dæmi má nefna althlutverk í níundu sinfóníu Beethovens í St. Pétursborg í Rússlandi árið 2006, Vesper eða Næturvöku eftir Rachmaninov árið 2007, Mozart Requiem með Mótettukór Hallgrímskirkju árið 2012 og Te deum eftir Charpentier árið 2015.
Auður hefur sungið á fjölda viðburða; sinfóníum, óratóríum, óperusýningum og jazztónleikum í hlutverki einsöngvara sem og í stærri hópum. Hún hefur lengi verið meðlimur í kórunum Schola Cantorum og Barbörukórnum sem báðir eru skipaðir atvinnusöngvurum og samið tónlist fyrir báða kóra. Árið 2015 stofnaði Auður sönghópinn Elfi ásamt starfssystrum. Hún lauk mastergráðu í listkennslu við Listaháskóla Íslands árið 2017 og gaf í kjölfarið út söngbók fyrir börn, Tónlistin er þín, sem finna má á vefsíðunni www.tonafondur.com.
Auður hefur samið yfir fjörutíu kórverk og sönglög. Hún starfar við tónsmíðar, söng, barnakórstjórn og söngkennslu á Íslandi og kemur reglulega fram á tónleikum, við brúðkaup, útfarir, afmæli og aðrar athafnir. Hún tileinkar sér söngstíl sem hentar hverju sinni og er jafnvíg á klassíska tónlist sem og jazz- og dægurtónlist.
Auður á nýárstónleikum í Bíóhöllinni á Akranesi ásamt kór Akraneskirkju og kammersveit